Carmen Gran Reserva Cabernet Sauvignon 2009

Þetta rauðvín frá Carmen er ólíkt mörgum chilenskum Cabernet-vínum, þyngra, svolítið kalifornísk í stílnum í stað þess að vera með áberandi myntu og sólberjaávöxt líkt og er svo dæmigert fyrir Chile.

Vínið er öflugt, höfugt með dökkum, þurrkuðum ávexti, plómum og töluverðri eik, þarna er kaffi, tóbakslauf og sedrusviður áberandi. Þétt með kröftugum en mjúkum tannínum. Nautakjötsvín.

2.495 krónur. Frábær kaup. Fær hálfa viðbótarstjörnu fyrir hlutfall verðs og gæða.

Deila.