Hrísgrjón með avókadópestó

Þetta er eiginlega eins konar blanda af pestó og guacamole, sem er blandað saman við hrísgrjón. Tilvalið meðlæti með grillmat eða grænmeti.

  • hrísgrjón
  • 2 þroskaðir avókadó (takið steininn úr og skafið innanúr)
  • væn lúka basillauf
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • safi úr 2 lime
  • klípa chiliflögur eða 1/2 rauður chilibelgur
  • 1/2 dl ólívuolía
  • salt og pipar

Sjóðið um 3 dl af hrísgrjónum.

Maukið avókadó, basil, hvítlauf, ólívuolíu, lime-safa og chili saman í matvinnsluvél. Bragðið til með salti og pipar.

Blandið saman við heit grjónin og berið strax fram.

 

 

 

Deila.