Nautasteik í hvítlauks og sinnepskryddlegi

Þessi marinering er mjög bragðmikil og hentar fyrir flestar nautasteikur sem eiga að fara á grillið.

  • 3 msk Dijon-sinnep
  • 3 msk grókorna Dijon-sinnep (t.d. Maille á l’ancienne)
  • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 1/2 dl estragon-edik eða gott vínedik
  • 2 msk fljótandi hunang
  • 1 msk paprikukrydd
  • væn klípa chiliflögur
  • Maldon salt og nýmulinn pipar

Blandið öllu saman í skál. Veltið kjötinu upp úr og látið liggja í kryddleginum í a.m.k. klukkustund.

Grillið og berið fram með góðu kartöflusalati, t.d. þessu hér eða þessu hér.

 

Deila.