Parmaskinkuvafin hörpuskel á blómkálsbeði

Hörpuskelin er frábær og ekki versnar hún með því að vefja utan um hana smá ítalsakri skinku og bera fram á blómkálsmauki.

 • 8 stórar hörpuskeljar
 • 8 sneiðar parmaskinka
 • 1 lítið eggaldin skorið í sneiðar
 • 1 Mozzarellakúla
 • lúka salvía, grófsöxuð

 

Aðferð:

Skerið eggaldinið í 8 skífur, hitið olíu á pönnu og steikið báðum megin þar til að skífurnar hafa tekið á sig góðan lit og eru orðnar mjúkar.Geymið.

Steikið hörpuskelina í 2-3 mínútur. Geymið.

Skerið ostinn í sneiðar og setjið eina sneið ofan á hverja hörpuskelin, síðan eggaldinskífu og þar á eftir salvíu. Vefjið sneið af parmaskinku utan um og steikið á vel heitri pönnu upp úr smá olíu í c.a. 1 ½ mín á hvorri hlið, saltið og piprið

Blómkálsmauk

 • 1 lítill blómkálshaus
 • 5 dl matreiðslurjómi
 • 1 msk smjör
 • salt og pipar

Aðferð:

Sjóðið blómkálið í  rjómanum þar til það er orðið mjúkt. Hellið rjómanum frá og stappið blómkálshausinn ásamt smjörinu með svipuðum hætti og ef þið væruð að gera kartöflumús. Það má líka mauka í matvinnsluvél ef þið viljið fínlegra mauk. Bragðið til með salti og pipar.

Sojasmjör

 • 50 g smjör
 • 1/2 dl sojasósa
 • safi úr 1/2 sítrónu

Bræðið smjörið. Blandið saman við sojasósu og sítrónusafa.

Setjið loks blómkálsmauk á diskana 1-2 hörpuskeljar á hvern disk og hellið loks smá sojasmjöri í kring.

Með þessu reyndist hið suður-franska Gerard Bertrand Chardonnay hitta beint í mark.

Deila.