Pesto Pizza

Flestir myndu líklega tengja pestó við pasta frekar en pizzu. Það er hins vegar hægt að leika sér með pestó á marga vegu og hér myndar þessu basilsósa grunnin að góðri, ítalskri pizzu.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • pestó
  • plómutómarar
  • ferskur mozzarella(mozzarellakúla)
  • salt og pipar

Fletjið pizzuna út og þekjið með pestói. Skerið niður 1-2 mozzarellakúlur (eftir stærð) og raðið á pizzuna. Raðið nokkrum sneiðum af plómutómötum á pizzuna. Eldið við hæsta mögulega hita í ofni þar til að botninn er orðinn stökkur og osturinn bráðnaður. Sáldrið örlitlu Maldon-salti og nýmuldum pipar yfir og berið strax fram.

 

Deila.