Ribeye með kryddjurtasósu

Það  er fátt betra en ferskar kryddjurtir og þessi blanda á einstaklega vel við góða, grillaða nautasteikk. Best er að nota vel fitusprengdan og stóran bita, s.s. Ribeye og elda við nokkuð vægan hita.

Kryddjurtasósa

  • 1 væn lúka basil
  • 1 væn lúka flatlaufa steinselja
  • 2 msk estragon
  • 2 msk timjan
  • 2 msk rósmarín
  • 3 hvítlauksgeirar
  • 2,5 dl ólívuolía
  • Maldon-salt og nýmulinn pipar

Saxið kryddjurtirnar mjög fínt. Blandið saman ólívuolíu, pressuðum hvítlauk og salti og pipar. Blandið fínt söxuðum kryddjurtunum saman við. Látið standa í að a.m.k. klukkustund áður en á að nota til að brögðin nái að olían nái að að taka í sig bragðið úr kryddjurtunum.

Grillið kjötbitann fyrst á háum hita á öllum hliðum. Lækkið hitann verulega með því að slökkva á miðjubrennara og lækka hitann á hliðarbrennurum. Grillið áfram undir loki þar til að kjötið hefur náð þeirri eldun sem þið sækist eftir. Það er líka hægt að elda kjötið í ofni.

Látið kjötbitann standa í um 5-10 mínútur. Skerið niður og setjið á fat. Hellið 2-3 msk. af sósunni yfir og raðið grilluðum rauðlauk í kring. Berið fram með t.d. kartöflum, fersku salati og restinni af sósunni.

Hér hentar gott ítalskt eða spænskt rauðvín vel, t.d. Il Poggione eða Finca Monasterio.

Deila.