Kröftugur kryddlögur fyrir nautakjöt

Þetta er kryddlögur nautakjöt sem hentar mjög vel fyrir nautakjöt, t.d. sneiðar af nautalæri. Best er að nota frekar þunnar steikur og grilla síðan á mjög háum hita.

  • 1,5 dl óífuolía
  • 1 dl sojasósa
  • 1 lime, safinn pressaður
  • 3 msk púðursykur
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 1 tsk cummin
  • 1/2 tsk chiliflögur

Pressið hvítlaukinn og setjið í skál ásamt öðrum hráefnum. Pískið vel saman þar til að sykurinn hefur leysts upp. Látið kjötið liggja í kryddleginum í a.m.k. klukkustund, gjarnan yfir nótt.

Grillið og berið fram með t.d. „Salsa“ salati og góðu rauðvíni frá Suður-Ameríku, s.s.Trivento Golden Reserve Malbec frá Argentínu eða Carmen Gran Reserva Cabernet Sauvignon.

Deila.