Sumarlegt Farro salat

Þetta er fljótlegt og sumarlegt salat með Farro sem hentar vel sem meðlæti með flestum grillréttum, kjöti sem fiski. Í staðinn fyrir Farro (sem fæst m.a. í Frú Laugu) má nota bygg.

 • 3 dl Farro
 • 8 konfekttómtar, skornir í tvennt
 • 1 lúka flatlaufa steinselja, söxuð
 • 1 rauð paprika, söxuð
 • grilluð paprika í olíu, skorin í bita
 • 1/2 rauðlaukur, saxaður
 • klettasalat
 • Fetaostur af Fetakubb, skorinn í bita.
 • Balsamikedik
 • Ólívuolía
 • Maldonsalt og nýmulinn pipar

Sjóðið Farro í nægu vatni þar til að það er orðið mjúkt en þó enn með smá bit (ca 30-40 mínútur). Leyfið að kólna.

Skerið grænmetið og ostinn niður og blandið saman við kornið. Bætið góðri skvettu af ólívuolíu saman við og smá skvettu af ediki. Blandið saman. Bragðið til með salti og pipar.

Deila.