Þetta er frábær köld sósa með grilluðum fiski. Hún hentar ekki síst vel með laxi og bleikju. Best er að gera sósuna með nokkur klukkustunda fyrirvara þannig að brögðin nái að blandast vel saman.
- Ein dós sýrður rjómi (18%)
- 2 msk saxað estragon
- 2 msk saxaður graslaukur
- rifinn börkur af 1/2 sítrónu
- pressaður safi úr 1/2 sítrónu
- 2 msk Dijon-sinnep
- 1 msk púðursykur
- skvetta af góðri ólífuolíu
- 1/2 tsk Maldon salt
Blandið öllu vel saman í skál og kælið.