Beronia Tempranillo 2008

Bodegas Beronia er vínhús í Rioja á Spáni sem er í eigu sérríhússins virðulega Gonzalez-Byass. Rioja-vínin eru nær ávallt blanda úr fleiri en einni þrúgu en fyrir nokkrum árum setti Beronia á markað línu þar sem rauðu Rioja-þrúgurnar, Tempranillo, Graciano og Mazuela, fá að láta ljós sitt skína hver fyrir sig. Hér er það Tempranillo, meginþrúga þeirra Spánverja.

Vínið er dökkt og þétt á lit, í nefinu er þungur dökkur ávöxtur, svört ber og þroskaðar plómur, nokkuð kryddað með mjög áberandi (amerískri) eik, sem gefur vanillu, kókos og sæta karamellu . Í munni þykkt og feitt, þétt en mjúk tannín. Reynið t.d. með lambalæri með rósmarín og hvítlauk

2.599 krónur. Góð kaup.

Deila.