Þetta er pizza í svolítið öðrum stíl en venjulega. Í stað hinnar hefðbundnu tómatasósu eru notaðir ferskir tómatar og geitaostur í bland við mozzarellaostinn. Mjög gott er að nota spelt í deigið og breyta þessu í speltpizzu.
- 1 skammtur pizzadeig
- 1 bréf prosciutto
- 2-3 þroskaðir tómatar, t.d. plómutómatar
- klettasalat
- 1 mozzarellakúla
- 100-120 g mjúkur geitaostur (best er að nota ost úr „rúllu“ úr ostaborðinu)
- ólífuolía
- óreganó
- nýmulinn pipar
Fletjið pizzudeigið út. Skerið tómatana niður í litla bita og dreifið þeim um botninn. Þekjið síðan með skinkusneiðunum og klettasalati ofan á þær. Skerið mozzarella-kúluna og geistaostinn í litlar sneiðar og dreifið yfir.Hellið smá ólífuolíu yfir og kryddið með óreganó og pipar. (Það er líka gott að pressa 1-2 hvítlauksrif og blanda saman við olíuna áður en að henni er hellt yfir)
Bakið í ofni við 225-250 gráður eða á pizzasteini á grilli þar til að botninn er stökkur og osturinn bráðnaður.