Gulrótarkaka með hvítu súkkulaði

Þetta er ljúffeng gulrótarkaka sem að okkur áskotnaðist á dögunum.

 • 300 gr. gulrætur
 • 1 dl olía
 • 160 g. sykur
 • 2 egg
 • 170 g hveiti
 • 1 1/2 tsk. matarsódi
 • 3/4 tsk. salt
 • 1 tsk kanil
 • 1 tsk. vanillusykur

Rífið gulræturnar niður. Hrærið eggjum, sykri og olíu saman. Bætið næst þurrefnunum saman við. Gulrótunum er loks hrært rólega saman við.

Setjið í smurt form og bakið við 180 gráður í 35 mínútur.

Krem

 • 50 g bráðið smjör
 • 100 g rjómaostur
 • 250 g flórsykur
 • 1-2 msk sitrónusafi

Hrærið öllu saman.

Þegar kakan hefur kólnað er kreminu smurt á kökuna.

Rífið appelsínubörk, sitrónubörk og hvítt súkkulaði ofan á.

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

Deila.