Natura piparkökur

Ef eitthvað er borðað á nær öllum heimilum í kringum jólin þá eru það líklega piparkökur. Þær eru einstaklega góðar á Natura-hótelinu og við fengum bakarann þar til að gefa okkur uppskriftina.

  • 1 kg sykur
  • 375 g vatn
  • 1 kg Tate & Lyles síróp
  • 2,5 kg hveiti
  • 15 g kanill
  • 15 g negull
  • 15 g engifer
  • 113 g natron
  • 500 g smjör

Öll hráefnin hnoðuð vel saman og látið sitja í sólarhring í ísskáp.

Deigið flatt út og stungið út.

Kökurnar bakaðar við 170 gráður í 8-12 mínútur.

Deila.