Síld og snafs á Satt

Tími jólaborðanna er nú runnin upp og þar er oftar en ekki sótt í hinar sígildu norrænu hefðir. Á Natura-hótelinu (áður Loftleiðir) er löng hefð fyrir því að leggja mikið upp úr jólaborðinu og þar er síld og snafs að sjálfsögðu í öndvegi. Allir réttir eru eldaðir frá grunni og brauð og kökur bakaðar í bakaríi staðarins.

Þeir Ægir Friðriksson matreiðslumeitari og Trausti Víglundsson veitingastjóri tóku saman nokkrar af vinsælustu uppskriftunum fyrir okkur. Lifrarkæfan sem borin er fram volg með beikoni og sveppum er klassísk og það sama má segja um sinnepssíldina að hætti Satt. Þá þykja piparkökur Natura-hótelsins með þeim betri.

 

Trausti leggur sjálfur mikla áherslu á gott snafsaúrval og það er ávallt hátíðleg stund þegar nýja flaskan af Álaborgar-jólaákavítinu kemur í hús. Í ár er þessi frægasti jóladrykkur Dana í nýrri og fallega blárri flösku en þótt umbúðirnar breytist reglulega er innihaldið ennþá hið sama.

Deila.