Kahlúakökukeppnin 2012

Kahlúakökukeppnin var haldin á Hilton Nordica á dögunum í tengslum við hina árlegu vörusýningu Ísam og Mekka Wine & Spirits. Tugir bakara sendu inn kökur í keppnina, þeir höfðu algjörlega frjálsar hendur varðandi útfærsluna nema hvað að eitt af hráefnunum í kökunni varð að vera Kahlúa-líkjör.
Þegar upp var staðið var það Stefán Hrafn Sigfússon frá Mosfellsbakarí sem var hlutskarpastur og átti vinningskökuna, Thelma Rós Björgvinsdóttir frá Björnsbakarí á Austurströnd var í öðru sæti og Roland Kavalirek frá Icelandair Natura Hótel í því þriðja.
Dómnefndina skipuðu þau Ásgeir Þór Tómasson, fagstjóri baksturs hjá MK, María Guðmundsdóttir frá vinotek.is, Erlingur Valgarðsson, listmálari, Kristín Dröfn Einarsdóttir, Gestgjafanum og Þráinn Freyr Vigfússon, Kolabrautinni.

Deila.