Cum Laude 2009

Cum Laude er lítið ofurvín frá Banfi í Montalcino á Toskana á Ítalíu, blanda úr Cabernet Sauvignon, Sangiovese, Merlot og Syrah. Lítið vegna þess að það kostar bara brot af því sem „stóru“ ofurvínin frá Toskana kosta og það þarf ekki að „bíða“ eftir að það verði tilbúið.

Þetta er alvöru vín, þungur, þroskaður og dökkur ávöxtur, kirsuber, plómur. Mikil eik, kaffi, súkkulaði og vanilla. Það sem stendur upp úr er mýkt vínsins og hvað það er munaðarfullt. Mjúk og þægileg tannín, þykkt og þægilegt í munni. Með nautakjöti eða önd.

3.498 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.