Möndlugrautur – Riz á l’amande með ávaxtamauki

Hrísgrjónagrautur með möndlum heitir  Riz aux amandes í Frakklandi en oftast er notast við dansk-franska nafnið riz á l’amande.  Þetta er danskur réttur en ekki franskur þótt Frakkarnir hafi einnig tekið hann upp á sína arma og kalla hann gjarnan riz auk amandes danois. Danski möndlugrauturinn er ólíkur hinum íslenska möndlugraut að því leytinu til að mandla er ekki falin í grautnum heldur er möndlum blandað saman við grjónin. Það má svo alltaf stinga einni heilli möndlu með. Þessi uppskrift hefur reynst vel en hana var að finna í jólablaði Morgunblaðsins fyrir mörgum, mörgum árum.

 • 40 g hvít hrísgrjón
 • 3 dl mjólk
 • salt og pipar
 • 1 msk. sykur
 • 1 tsk. vanilludropar
 • 25 gr möndluflögur
 • 5­0 g smjör
 • 50 g hrátt marsipan
 • 6 eggjarauður
 • 50 g flórsykur
 • 2 dl sýrður rjómi
 • 2 dl rjómi
 • 7 matarlímsblöð

Sjóðið graut úr hrísgrjónum, mjólk og vanillusykri. Gætið þess vel að hann brenni ekki við. Kælið.
Ristið möndluflögurnar í smjöri í potti. Bætið marsipaninu saman við ásamt ögn af vatni, og mýkið.
Þeytið eggjarauðurnar og flórsykurinn hvítt og létt. Blandið saman við möndlurnar, marsipanið og kaldan grautinn.
Bræðið útvatnað matarlímið og blandið því varlega í búðinginn. Setjið blönduna alla í springform eða framreiðsluskál og látið stífna. Þegar búðingurinn er stífnaður má hvolfa honum á disk. Þá er rétti tíminn til þess að stinga heilli og óafhýddri möndlu ofan í búðinginn.

Ávaxtamaukið:

 • 100 g þurrkaðar apríkósur
 • 2 dl vatn
 • 60 g sykur
 • og
 • 3 perur
 • 2 appelsínur
 • eða
 • 280 g frosin hindber
 • 175 g frosin jarðarber eða sambærilegt hlutfall af erskum eða frosnum ávöxtum að eigin vali
 • ávextir til skrauts

Leggið apríkósurnar í bleyti yfir nótt í miklu vatni. Hellið vatninu af og sjóðið apríkósurnar í mauk í vatni og sykri. Maukið í blandara. Kælið.
Hýðið ávexti og takið kjarna úr. Skerið fersku og/eða frosnu ávextina í bita.
Blandið ávaxtabitunum í svo mikið apríkósumauk a allt loði vel saman. Geymið blönduna í kæli og setjið ekki út á búðinginn fyrr en hann er borinn fram.
Þegar apríkósumaukið hefur verið sett yfir hrísgrjónabúðinginn eru sneiðar af ferskum ávöxtum lagðar ofan á til skrauts. t.d .arðarber, kíví og stjörnuávöxtur.

Það má líka bera ávaxtamaukið fram sér.

Fjölmargar fleiri jólauppskriftir finnið þið með því að smella hér.

Deila.