Marengskaka með marssósu

Marengskökur eru alltaf vinsælar og þessi  marssósukaka er frábær í lok máltíðar eða í saumaklúbbinn.

Botnarnir

  • 4 eggjahvítur
  • 160 g  sykur
  • 80 g púðursykur
  • 55 g Rice Krispies

Stífþeytið eggjavhviturnar, sykurinn og púðursykurinn . Bætið síðan Rice Krispies varlega út í. Setjið í 2 form.  Einnig er hægt að teikna hring á bökunarpappir og móta botnanna í þeim.

Bakist í ofni í 1 klukkustund við 150 gráður. Opnið  þá ofninn og leyfið botnunum að kólna inni í ofninum.

Á milli botnanna:

  • 2,5 dl rjómi
  • 3,5 dl 18 % sýrður rjómi
  • jarðaber til skreytingar og  til að setja út í rjómann

Þeytið rjómann og blandið síðan saman við sýrða rjómann. Bætið jarðarberjunum saman við. Hér má líka leika sér svolítið og gefa hugmyndafluginu lausan tauminn,  það er hægt að setja græn epli,  bláber, brómber, hindber eða hvað sem hugurinn girnist í staðinn fyrir jarðarberin.

Marssósa:

  • 3 marsstykki
  • 50 g dökkt súkkulaði
  • 4 msk rjómi

Bræðið saman á vægum hita í þykka sósu.

Deila.