Ís með stjörnuanis

Stjörnuanís og vanilla gefa þessum ís einstakan og ljúffengan keim.

  • 5 dl mjólk
  • 1 vanillustöng
  • 2-3 msk heill stjörnuanis
  • 4  eggjarauður
  • 165 g sykur
  • 1 ,5 dl  rjómi

Setjið mjólkina á pönnu og setjið vanillustöngina og anísstjörnurnar út í og hitið að suðu. Takið  af hellunni og geymið í 20-30 mínútur. Bæði til að mjólkin nái að kólna og til að hún dragi í sig bragðið úr kryddunum.

Takið síðan vanillustöngina upp úr. Skafið vanillukornin úr vanillustönginni og bætið  þeim aftur saman við mjólkina. Sigtið mjólkina til að fjarlægja stjörnuanísinn.

Þeytið  eggjarauðurnar og sykurinn vel saman þangað til blandan verður ljós og þykk. Blandið síðan volgri mjólkinni saman við.

Setjið  blönduna á pönnuna á miðlungshita og hrærið stöðugt í.  Passið að hún sjóði ekki. Hitið þangað til að blandan fer að þykkna eða nær að loða við trésleif. Takið þá af hitanum og hrærið þangað til blandan er kólnuð.

Þeytið rjómann þar til hann verður léttur.  Blandið rjómanum saman við eggjablönduna og setjið í ísvél  eða frystið.

Deila.