Pasta með Parmaskinku og rjómasósu

Þessi fljótlegi pastaréttur minnir um sumt á rétti á borð við Spaghetti Carbonara  í bragði vegna múskathnetunnar en Parmaskinkan gefur honum öðruvísi yfirbragð og sömuleiðis kryddjurtirnar í lokin.

  • 500 g pasta, t.d. spaghetti eða tagliatelle
  • 10 sneiðar parmaskinka, skornar í litla bita
  • búnt af steinselju eða kóríander, fínsaxað
  • 2 dl rjómi
  • 1,5-2 msk smjör
  • rifinn múskathneta
  • 75 g rifinn parmesanostur
  • nýmulinn pipar

Sjóðið pasta. Hitið smjör og rjóma saman á pönnu og látið malla á vægum hita þar til að sósan fer að þykkna. Takið af hitanum og rífið smá múskathnetu ofan í sósuna. Kryddið með nýmuldum pipar. Bætið pastanum saman við og síðan parmaskinkunni. Loks er fínsaxaðri steinselju eða kóríander blandað saman við og parmesanosti. Rétturinn er klassískari með steinseljunni en kóríander á einnig virkilega vel við og smellur vel að múskathnetunni.

Berið fram með auka parmesan. Með þessu gengur bæði hvítt og rautt, t.d. létt og þægilegt hvítt á borð við Laurent Miquel Chardonnay.

Fjölmargar fleiri pastauppskriftr má finna hér.

 

Deila.