Pizza með kjúklingi, fetaosti og beikoni

Það eru tveir ostar á þessari kjúklingapizzu, feta og mozzarella, og við notum líka smá BBQ-sósu í pizzasósuna til að gefa henni meiri bragð.

1 skammtur pizzadeig

Pizzasósa:

  • Tómatasósa (t.d. ítölsk passata)
  • BBQ-sósa
  • óregano

Blandið tómatasósu og BBQ-sósu saman í hlutföllunum 1 BBQ á móti ca 3 tómatasósu. Kryddið með óreganó,.

Álegg

  • 600 beinlaus kjúklingur, t.d. kjúklingalæri eða lundir, skorið í litla bita
  • nokkrar sneiðar af beikoni, skornar í bita
  • fetaostur
  • mozzarellakúla
  • rauðlaukur, skorinn í þunna hringi
  • svartar ólífur, skornar í tvennt
  • ferskt basil

Steikið kjúklinginn og kryddið að vild. Geymið. Fletjið pizzabotninn út, smyrjið sósunni á hann. Skerið mozzarellasneiðarnar í bita og raðið a botninn. Raðið næst kjúklingnum á botninn ásamt beikonsneiðunum. Þá kemur laukurinn, ólífurnar og loks fetaosturinn.

Bakið í ofni við 250 gráður þar til botninn er stökkur og osturinn bráðnaður. Sáldrið söxuðum basillaufum yfir áður en borið er fram.

Fjölmargar fleiri pizzauppskriftir má finna hér.

Deila.