Guðrún Jenný bloggar: Lax í einum grænum

Stundum þarf ekki að hafa hlutina flókna svo að þeir bragðist vel.  Hvítlaukur, engifer og chili með smá sítrónusafa og olíu ásamt salt og pipar er allt sem þarf til að fá lax til að bragðast vel.  Ekki spillir fyrir að fiskurinn þarf ekki langan tíma í ofninum.

lax

Svo er gott að bera herlegheitin fram með soðnum hrísgrjónum eða brauði og salati.  Í þetta skipti bjó ég líka til einfalda jógúrtsósu með agúrku og rauðri papriku.

Hráefnalistinn er ekki langur og magn fer eftir smekk

 • Lax (það magn sem dugar fyrir fjölskylduna)
 • Hvítlaukur (tvö til þrjú rif)
 • Rauður chili (eftir smekk)
 • Engifer (eftir smekk)
 • Salt og pipar (eftir smekk)

Rífið niður hvítlauk og engifer og saxið chili smátt.  Blandið þessu saman í skál ásamt slettu af ólívuolíu og sítrónusafa, kryddið með salt og pipar.  Hellið leginum yfir laxinn og látið marinerast á meðan þið takið til í meðlætið.  Bakið laxinn í ofni við 200°C þangað til hann er tilbúinn – passið bara að hafa hann ekki of lengi inni.  Ef þið eigið ferskt kóríander verður laxinn bara betri ef þið stráið söxuðum kóríander yfir hann rétt áður en þið berið réttinn fram.

 

Jógúrtsósa:

 • Grísk jógurt (ég nota stundum AB mjólk ef ég á ekki til grísku jógúrtina)
 • Bútur af agúrku skorin smátt
 • Bútur af rauðri papriku skorin smátt
 • Salt og pipar eftir smekk
 • Cummin (ca 2 tsk)
 • Sítrónusafi

Þessu er öllu hrært saman og smakkað til.  Gott ef það er hægt að láta þetta bíða í ca 10 áður en sósan er borin fram

 

Deila.