Marinering fyrir grísakjöt

Þetta er kröftug marinering með sem hentar ekki síst vel fyrir svínakjöt sem á að grilla, t.d. grísahnakka eða kótilettur. Það má líka nota hana með kjúklingabitum.  Látið kjötið liggja í marineringunni í 1-2 klukkustundir. Grillið og penslið áfram með marineringunni. Það er síðan tilvalið að hafa gott kartöflusalat með.

  • 1 laukur
  • 2 hvítlauksgeirar
  • 1,5 dl vatn
  • 140 g tómatpúrra
  • 2 msk eplaedik eða síderedik
  • 2 msk Worchestershire-sósa
  • 1 dl hlynsíróp
  • 1/2 dl hunang
  • 1 tsk chiliflögur
  • 1/2 tsk Caeynnepipar

Setjið lauk, hvítlauk og vatn í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið í pott ásamt öðru hráefni. Látið suðuna koma upp og látið svo malla á mjög vægum hita í 15-20 mínútur. Takið af hitanum, kælið og geymið. Það má hæglega geyma marineringuna í ísskáp í 1-2 vikur.

Kartöflusalat með avókadó passar vel við.

Fleiri spennandi uppskriftir að marineringu má finna hér.

Deila.