Bananakaka með karamelluhjúp

Bananakökur hafa lengi verið vinsælar á Íslandi og það sama má segja um kökur með karamelluhjúp. Hér er þetta sameinað í einni unaðslegri köku.

Karamelluhjúpur

 • 3 dl rjómi
 • 100 gr.púðursykur
 • 50 grömm smjör
 • 170 gr síróp (dökkt eða ljóst)

Kakan

 • 250 gr.hveiti
 • 1 1/2 tsk lyftiduft
 • 175 gr. mjúkt smjör
 • 135  gr. púðursykur
 • 2 egg
 • 3 þroskaðir bananar
 • 1 stór skeið hunang
 • 1 1/2 tsk vanilludropar

Karamelluhjúpur: Blandið öllu saman í pott og hitið þar til sykurinn hefur leysts upp, hrærið stöðugt í á meðan. Leyfið karamellunni síðan að sjóða upp og látið malla í 15-30 min eða þar til búið er að sjóða hana niður í um 4 dl.

Kakan: Hrærið saman smjörinu og púðursykrinum. Bætið eggjunum síðan út í, einu í einu. Bætið síðan bönunum, vanilludropum og hunangi saman við. Að síðustu er hveitinu bætt út í og lyftiduftinu. Hellið deiginu í form (ég var með 23×33 sm) og bakið við 180 C° í um hálftíma. Það er gott að setja smjörpappír í formið til að auðveldara sé að taka hana upp úr. Takið þá kökuna út og hellið um helmingnum af karamellunni yfir og setjið aftur inn í ofninn í um  5-10 mín. (Athugið það gæti þurft að hita karamelluna aðeins upp ef hún hefur kólnað á meðan þið gerðuð kökuna). Restina af karamellinu er svo hægt að bera fram með kökunni.

Deila.