Avókadó og maíssalat með kóríanderdressingu

Avókadó og maís eru uppistaðan í þessu sumarlega salati sem er tilvalið með til dæmis grilluðum kjúkling eða fiski.

 • 3 maísstönglar
 • 2 þroskaðir avókadó
 • 1/2 agúrka
 • kirsuberjatómatar
 • 1 rauðlaukur
 • 1 lúka þurristaðar furuhnetur

Grillið eða bakið maísstönglana. Sneiðið baunirnar af stönglunum. Saxið lauk, gúrku og tómata. Skerið avókadó í tvennt, takið steininn úr, hreinsið ávaxtakjötið úr hýðinu með skeið og grófsaxið. Þurrristið furuhnetur á pönnu. Blandið öllu saman í skál.

Kóríanderdressing

 • 1 lúka ferskur kóríander, fínsaxaður
 • 2 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 3 msk ólífuolía
 • 1 msk gott edik, t.d. sérríedik
 • salt og pipar

Blandið öllu vel saman og blandið saman við salatið.

Deila.