Bökur eru afar hentugar í saumaklúbbinn, fermingarveisluna, barnaafmæli eða önnur tækifæri. Þær eru auðveldar í framkvæmd og jafnvel hægt að gera daginn áður. Við höfum áður verið með til dæmis uppskrift af franskri lauktertu með beikoni og suðræna ólífuböku með feta og ætiþistlum. Hér er góð útgáfa af böku sem var hjá mér í saumaklúbb um daginn.
Bökuskálin
- 150 gr. smjör, kalt beint úr ísskápnum
- 3 dl hveiti
- smá vatn ef þarf
Hnoðið saman smjör og hveiti með höndunum þar til það verður að deigi. Metið hvort bæta þurfi smá vatni við, það er stundum óþarft ef deigið er nægilega blautt. Fletjið út og setjið í bökuform. Geymið í ísskáp í um 30 mínútur eða í frysti í 5 mínútur.
Fylling
- 1 rauðlaukur (saxaður og mýktur á pönnu)
- 150 gr. fetasostur
- 1 1/2 dl rifinn Búri
- nokkur basilblöð, skorin smátt
- 70 gr. klettasalat
- 70 gr. furuhnetur, þurristaðar á pönnu
- 1 fínsaxaður hvítlauksgeiri
- 3 egg
- 3 dl rjómi
- salt
- pipar
Stillið ofninn á 225 C°.
Takið bökuformið úr ísskápnum og forbakið í tíu mínútur.
Mýkið rauðlaukinn á pönnu og þurristið furuhneturnar.
Setjið rauðlaukinn, rifna ostinn og helminginnn af fetaostinum í bökuskálina. Dreifið basilikunni og salatinu yfir. Hrærið eggin og rjómann saman, saltið og piprið og setjið yfir bökuna. Setjið síðan hinn helminginn af fetaostinum og furuhneturnar og hvítlaukinn yfir.
Eldið í ofninum í 30 -35 mín