Georges Duboeuf Moulin-á-Vent 2011

Georges Duboeuf er þekktasti framleiðandi Beaujolais-héraðsins norður af Lyon og framleiðir vín af öllum svæðum héraðsins. Moulin á Vent er eitt af þorpunum í norðurhluta Beaujolais sem er flokkað sem „Cru“ og fær að bera nafn sitt á flöskumiðanum sem skilgreint svæði.

Djúpur, sætur ávöxtur, þroskuð, léttsultuð rauð ber,  kirsuber og rifsber, nokkuð míneralískt. Þétt, fínleg en nokkuð kröftug tannín, þykkur og þægilegur ávöxtur, kryddað. Flottur Beaujolais. Reynið með kalkún.

Þetta er eitt af vínunum sem hægt er að smakka í Beaujolaismökkuninni 11. október. Skráðu þig hér.

2.498 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.