Trivento Chardonnay Reserve 2012

Trivento er stórt vínhús í Argentínu sem hefur skotið upp á stjörnuhimininn á síðustu árum. Það framleiðir breiða línu af vínum sem yfirleitt gefa mjög mikið fyrir peninginn, jafnt þau ódýru sem dýru.

Hér er á ferðinni Chardonnay úr Reserva-línunni, sem er eins konar milliflokkur. Fersk angan í nefi, mikill hitabeltisávxtur, ferskjur, ananas, sítrus og mangó. Þægilega ferskt með góðri fyllingu í munni.

1.799 krónur. Frábær kaup á þessu verði. Fær hálfa viðbótarstjörnu og þar með fjórðu stjörnuna fyrir hlutfall verðs og gæða.

Deila.