Réttir frá Marokkó byggja mikið á kryddum og oft eru þurrkaðir ávextir notaðir líka, t.d. sveskjur og apríkósur eins og hér. Réttinn má elda í svokallaðri „tagine“ sem er eins konar panna með sívölu loki sem má setja inn í ofn.
Marinering
- 1 laukur, saxaður
- 4-5 hvítlauksgeirar
- 1 lúka saxaður kóríander
- 1 lúka söxuð steinselja
- 1 tsk kanil
- 1 tsk cummin
- 1tsk kóríander
- 1 tsk turmeric
- 1/2 tsk cayenne
- börkur og safi úr einni sítrónu
- 1 msk fljótandi hunang
Blandið öllu saman í skál. Skerið um 600 g af beinlausum kjúkling (t.d. kjúklingalundir eða læri) niður í bita. Setjið í skálina með marineringunni, blandið vel saman og látið standa í um klukkustund.
Ávextir
- 1 væn lúka sveskjur
- 1 væn lúka þurrkaðar apríkósur
- 1 tsk kanil
Setjið í pott og hellið vatni yfir. Ef þið eigið sérrí þá notið vatn og sérrí til helminga. Sjóðið á vægum hita í um hálftíma. Geymið.
Matreiðsla
- 2 laukar, saxaðir
- 1 tsk kanil
- 1 msk kjúklingakraftur
Mýkið laukin í olíu ásamt kanil. Bætið kjúkling ásamt marineringu saman við. Steikið kjúklinginn í nokrar mínútur. Bætið ávöxtum saman við ásamt vökvanum sem þeir voru soðnir í og blandið vel saman. Ef lítill vökvi er eftir þarf að setja smáksvettu af vatni út í. Blandið kjúklingakrafti saman við. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og eldið í um 30 mínútur.
Berið fram með couscos eða tabbouleh couscous.
Fleiri spennandi marokkóskar og norður-afrískar uppskriftir finnið þið hér.