Las Moras Malbec 2012

Þetta er ágætlega kröftugt og gott vín frá vínhúsinu Las Moras í Argentínu, sem ræktar þrúgur sínar í héraðinu San Juan.

Dökkt, með dökkum berjaávexti og töluverðum lakkrís í nefi, sá stíll heldur áfram í munni, ágæt tannín og einfaldur en góður ávöxtur.

1.699 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.