La Chablisienne Petit Chablis 2011

Munurinn á Chablis og Petit Chablis er landfræðilegur og það fer eftir því hvar á Chablis-svæðinu ekrurnar eru undir hvaða skilgreiningu vínin lenda. Petit Chablis-vínin eru yfirleitt ferskari meira út í ávöxt en steinefni en Chablis-vínin.

Þetta er pottþéttur Petit Chablis frá Chablisienne, sem er stærsti framleiðandi svæðisins. Ég leit við hjá þeim í sumar og má lesa meira um það hér.

Vínið er tært, hreinn ávöxtur og skarpur, sítrus, sítrónubörkur, vottur af steinefnum, í munni ferskt og hreint. Stílhreint og flott vín. Með skelfiski, t.d. humar.

2.498 krónur Mjög góð kaup.

Deila.