Simonnet-Febvre Chablis 2012

Chablis er þorp í norðvesturhluta Búrgund sem framleiðir einhver bestu matarvín úr Chardonnay-þrúgunni sem hægt er að hugsa sér. Þetta er mjög vel gert nútímalegt Chablis frá vínhúsi Simonnet-Fevbre.

Angan vínsins hefur hin míneralísku einkenni Chablis en ekki síður sætan, nokkuð suðræðan ávöxt, melónur, sítrus og sítrusbörk, í munni þykkt, nokkuð feitt, brotið upp með góðri sýru. Virkilega þægilegur Chablis.

2.799 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.