Sultaður laukur er tilvalið álegg á pizzuna. Hér sultum við rauðlauk í balsamikediki og notum einnig ítalska hráskinku og grillaðar paprikur.
- pizzadeig – uppskrift finnið þið hér
- 2-3 rauðlaukar (eftir stærð) niðursneiddir
- 1/2 dl balsamikedik
- 1/2 dl Worchestershire-sósa
- 1 rauð paprika
- grillaðar paprikur úr dós
- mozzarellakúlur
- parmesanostur
- ólífuolía
Hitið olíu á pönnu. Mýkið rauðlaukinn á miðlungshita í rúmar 10 mínútur. Helsið balsamik og Worchestershire út á pönnuna og látið malla á lágum hita í um 5 mínútur. Saltið og piprið.
Ef þið viljið grilla paprikurnar sjálf þá eru leiðbeiningar hér.
Fletjið deigið út. Skerið mozzarellakúlurnar í sneiðar og dreifið um botninn. Þekjið með lauknum. Skerið grilluðu paprikurnar í strimla og dreifið um pizzuna. Rífið parmesanost yfir.
Bakið í ofni við hæsta mögulega hita (250 gráður) í 6 mínútur. Takið út. Nú þarf að hafa snör handbrögð til að pizzan kólni ekki. Hafið parmaskinkusneiðarnar tilbúnar og dreifið um pizzuna og setjið aftur inn í ofn í aðrar 6 mínútur eða svo. Berið strax fram.