Grillaðar grískar kótilettur með dilli og Tzatziki

Lambakjöt og þá ekki síst grillað er mjög algengt í gríska eldhúsinu.Hér marinerum við kótilettur upp úr kryddlegi með fersku dilli (það er líka hægt að nota þurrkað) og hvítlauk. Gríska jógúrtsósan Tzatziki er auðvitað á sínum stað og hér bragðbætt með dilli.

Marinering

 • 1 lúka fínt saxað dill
 • 6 pressaðir hvítlauksgeirar
 • 1 dl ólífuolía
 • safi úr hálfri sítrónu
 • 1 tsk chiliflögur
 • salt og pipar

grískar kótilettur

Blandið öllu saman. Veltið kótilettunum upp úr og látið standa í 1-2 klukkustundir. Grillið eða eldið í ofni og berið fram með Dill Tzatziki og bökuðum kartöflubitum, t.d. grískum sítrónukartöflum.

Dill-Tzatziki

 • 1 dós grísk jógúrt
 • 1 væn lúka af fínt söxuðu dilli
 • 1 lítil agúrka
 • 3-4 hvítlauksgeirar pressaðir
 • safi úr hálfri sítrónu
 • salt og pipar

Flysjið agúrkuna, skerið  í tvennt og skafið fræin innan úr með skeið. Fínsaxið eða rífið niður á grófu rifjárni. Saxið dillið og pressið hvítlaukinn.

Blandið öllu saman við jógúrtið í skál. Bragðið til með salti og pipar. Geymið í ísskáp í um 2 klukkustundir áður en bera á fram.

Grísku vínin eru sjaldséð hér en gott Miðjarðarhafsvín frá Frakklandi á borð við Tautavel frá George Bertrand smellpassar með.

Fleiri uppskriftir undir grískum áhrifum má finna með því að smella hér

Deila.