Lax með sinnepsgljáa

Laxinn er alltaf vinsæll á grillið og í þessari uppskrifter notaður gómsætur gljái með hlynsírópi og grófu sinnepi.. Réttinn  má gera hvort heldur sem er í ofni eða á grilli.

Gljáfinn:

  • 2 dl hlynsíróp
  • 3 msk gróft Dijon-sinnep
  • 1 tsk þurrkað timjan
  • 1 msk vínedik
  • salt og pipar

Setjið allt í pott, Hrærið vel saman og hitið upp að suðu. Látið malla í um 5 mínútúr. Geymið.

Setjið laxaflax á álpappír. Saltið, piprið og kreystið sítrónusafa yfir. Setjið laxinn á heitt grillið og grillið undir lokið í um 4-5 mínútur. Opnið grillið. Berið gljáa á flakið og grillið áfram undir loki í ca. 3-4 mínútur.

Ef eldað í ofni er laxinn eldaður við 200 gráður í um 10 mínútur og gljáinn þá borinn á.

Hér á gott Chardonnay-víð, t.d. hið suður-afríska Fleur du Cap.

Berið fram með afganginum af gljáanum og t.d. hrísgrjónum og góðu salati. .

Deila.