Romaine-salat í Sesarstíl

Romaine er grænmetistegund sem loksins er fáanleg hér á landi reglulega. Romaine er bragðmikið salat, gott og ekki spillir fyrir að það er með hollari grænum salötum. Hér er Romaine-salat með unaðslegri hvítlauksdressingu, sem er svolítið í „sesar“-stílnum. Ef þið viljið gera klassískt Caesar-salat þá finnið þið uppskrift af því hér.

  • 1 eggjarauða
  • 1 msk Dijon-sinnep
  • 1 dl ólífuolía
  • 2 msk sítrónusafi
  • 3-4 hvítlauksgeirar
  • 1 msk rauðvínsedik
  • 1/2 tsk Worchestershiresósa
  • 1/2 tsk Tabasco
  • 40 g parmesan, rifinn fínt
  • salt og hvítur pipar

Byrjið á því að þeyta egg og sinnep saman í matvinnsluvél. Látið vélina þeyta áfram og helllið olíunni saman við í mjórri bunu. Bætið öllu nema parmesanosti út í og þeytið áfram í smá stund eða þar til hvítlaukurinn hefur maukast saman við. Hrærið loks rifnum parmesanostinum saman við. Bragðið til með sjávarsalti og hvítum pipar. Geymið í ísskáp.

Rífið Romaine-blöðin niður gróft og blandið saman við salatsósuna í skál. Stráið rifnum parmesanosti yfir. Berið fram.

Fjölmargar salatuppskriftir finnurðu með því að smella hér.

Deila.