Pizza með chorizo og kúrbít

Kúrbítur eða zucchini er kannski ekki það fyrsta sem að manni dettur í hug sem álegg á pizzu. Þetta er hins vegar einstaklega góð blanda, sneiðar af bragðmikilli spænskri chorizo og kúrbít.

Fyrsta skrefið eins og alltaf er að gera deigið en uppskrift að fínu pizzadeigi finnið þið hér.

Þá þarf góða pizza-sósu en uppskrift að heimatilbúinni pizzasósu er hér.

Annað sem þarf á pizzuna er:

  • Chorizo-pylsur í sneiðum
  • kúrbítur
  • mozzarellakúlur
  • fersk basilblöð

Fletjið deigið út og smyrjið pizzasósunni á. Skerið ostinn í þunnar sneiðar og dreifið yfir pizzuna. Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar og dreifið þeim og pylsusneiðunum um pizzuna. Dreifið basilblöðunum á milli.

Bakið pizzuna við um 250 gráður í ofni þar til botninn er stökkur og osturinn hefur bráðnað. Við mælum eins og ávallt með því að nota pizzastein til að fá líka góðan undirhita og stökkan botn.

Þið getið svo skoðað allar pizzauppskriftirnar með því að smella hér. 

Deila.