Mikið sem mér finnst þessi árstími heillandi! Nú er kjörið tækifæri að prufukeyra smákökurnar 🙂
Það besta er að þessar eru í hollari kantinum og fara vel með kroppinn þinn.
Þessar dásamlegu smákökur er algjörlega himneskar!
- 100g olía (t.d.kókosolía)
- 1 dl agavesýróp
- 100g döðlur, smátt skornar
- 125g kókosmjöl
- 100g spelt
- 50g kakóduft
- 1 tsk vínsteinslyftiduft
- ½ – 1 tsk vanilluduft
Hitið ofninn í 180°C. Hrærið saman olíu og agave þar til allt blandast vel saman, bætið restinni af uppskriftinni útí, setjið bökunarpappír á ofnplötu, setjið deigið á með teskeið, bakið í 5 mín við 180°C.
Kælið á grind. Þessar þarf að passa að baka ekki of lengi.
Mér finnst líka æði að setja lítinn súkkulaði-bita ofan á hverja köku, þegar þær koma úr ofninum. Fyrir okkur súkkulaði-unnendur, er gott að setja ca. 50 gr. í deigið… ég nota 70%.