Fimmutilboð Vínóteksins í Kjallaranum

 

Það eru fimm ár liðin á þessu ári frá því að Vínótekið varð til og af því tilefni langar okkur að gera eitthvað skemmtilegt með ykkur fram að áramótum. Við byrjum á því að bjóða upp á skemmtilegt fimmutilboð í tilefni áranna fimm sem að við höfum sett saman í samvinnu við veitingahúsið Kjalllarann.

VIÐ ÆTLUM AÐ BJÓÐA TVEIMUR HEPPNUM ÚT AÐ BORÐA Í NÆSTU VIKU: SKILDU EFTIR „COMMENT“ HÉR FYRIR NEÐAN EF ÞÚ VILT FARA Í POTTINN. ÞÚ MÁTT GJARNAN „TAGGA “ ÞANN SEM ÞÚ VILT BJÓÐA MEÐ! VIÐ DRÖGUM ÚT Á FÖSTUDAG OG TILKYNNUM ÞANN HEPPNA Á LAUGARDAG 1. NÓVEMBER SEM FÆR BORÐ FYRIR TVO  OF FIMMUTILBOÐ EINHVERN TÍMANN Á BILINU SUNNUDAGS TIL FIMMTUDAGS Í NÆSTU VIKU:

Kjallarinn er í kjallara Geysishússins við Vesturgötu (þar sem Sjávarkjallarinn var á sínum tíma) en að staðnum stendur sama teymi og er á bak við Steikhúsið í Tryggvagötu, hjónin Tómas Kristjánsson og Sigrún Guðmundsdóttir ásamt þeim Níels Hafsteinssyni og matreiðslumeistaranum Eyjólfi Gesti Ingólfssyni.

Eyjólfur hefur sett saman glæsilegan fimm rétta matseðil og með hverjum rétti hefur verið valið vín sem hefur fengið 4-5 stjörnur hér á Vínótekinu. Að auki hafa barþjónar Kjallarans sett saman sérstakan kokteil – Vinotek Special – sem fylgir með tilboðinu sem fordrykkur.

 

Matseðillinn er ansi spennandi:

Fyrst kemur  „Black and blue tuna með tómatamarmelaði, wasabidressingu og beikon poppi“ og með því er boðið upp á flott rósavín, Vinea Rosado frá Vina Museum á svæðinu Cigales á Spáni.

Annar rétturinn er „Mjúkskelskrabbi tempura með chipotlemajo, vorlauk  og spicy álasósu“ ásamt Riesling 2012 -víni frá einum besta framleiðanda Alsace í Frakklandi, Domaine Trimbach.

Næst kemur „Humar, blómkál, chilisulta og foie gras og trufflusósa.“  Með þessum rétt er eitt af fimm stjörnuvínunum, hið magnaða Tres Vinas 2009 frá Baron de Ley í Rioja á Spáni.

Aðalrétturinn er „Kolagrillaður lambahryggsvöðvi og stökk lambasíða, sveppir,
kartöflukrem og kurl og tonkabaunagljái.“ Með lambinu er boðið upp á annað fimm stjörnuvín, Trivento Golden Reserve Malbec 2012.

Þá er komið að eftirréttinum en það er „Súkkulaðihnöttur, kakóbaunamulningur, vanillusósa, súkkulaðitoffí og jarðaberja „popp“. Þar kemur glas af frönsku sætu víni. Gerard Bertrand Banyuls.

 

Verðið fyrir þennan fimm rétta seðil ásamt vínum og fordrykk er einungis 13.900 krónur á Vínotekstilboði.

Einnig verður í boði þriggja rétta útgáfa af matseðlinum en á honum er humarinn, lambið og súkkulaðihnötturinn. Verðið fyrir þriggja rétta seðilinn ásamt vínum og fordrykk er 9.900 krónur.

Borðapantanir eru í síma 517 7373.og á www.kjallarinn.is. Takið fram við pöntun að um Vínóteks-tilboð sé að ræða.

Deila.