Að geyma vínið rétt…

Það getur verið bæði gaman og skynsamlegt að koma sér upp litlu vínsafni. Sum vín þurfa einfaldlega geymslu til að sýna á sér sínar bestu hliðar og sömuleiðis á það við um vín að hver árgangur er einungis fáanlegur í takmarkaðan tíma – áður en sá næsti kemur. Ef þig langar til dæmis að eiga einhver tiltekin vín frá Bordeaux frá þeim stórkostlegu árum 2009 og 2010 er tækifærið núna – en ekki eftir fimm ár eða tíu ár þegar vínið nær hátindi þroska.

Vín sem þola langa geymslu eru til dæmis einmitt bestu vín Bordeaux, sem mörg hver byrja fyrst að sýna hvað í þeim býr eftir að minnsta kosti áratugs geymslu og sum hver eftir mun lengri tíma. Sama má segja um bestu vín Rhône og Búrgundar, hin ítölsku Brunello og Barolo, spænsk Ribera del Duero-vín og toppvín frá Napa í Kaliforníu.  Norður-evrópsk hvítvín geta verið ótrúlega langlíf ekki síður en rauðvín, svo sem þýsku Riesling-vínin frá Mósel og Rín og vínin frá Alsace í Frakklandi.

Það er ágætis úrval af vínum sem þessum í vínbúðunum og það færist í vöxt að íslenskir vínáhugamenn kaupi nokkrar flöskur í mánuði til að geyma, kannski eina, kannski tvær, kannski fleiri enda er með þeim hætti hægt að dreifa kostnaðinum við að byggja upp myndarlegt safn af góðum vínum.

Að einu verður hins vegar að huga. Það er ekki nóg að kaupa vínin, það verður líka að geyma þau á hentugum stað þannig að flöskurnar fínu séu nú örugglega í lagi þegar að því kemur loks að opna þær.

Og þá vandast málið. Fæst íslensk hús státa af niðurgröfnum, köldum og svölum kjallarahvelfingum þar sem hægt er að koma sér upp draumkenndum vínkjallara.  Mun algengara er þarf af leiðandi að flöskur séu geymdar í eldhúsinu, bílskúrnum, geymslukompu eða jafnvel í kössum undir rúmi.

Helstu óvinir vínsins við langtímageymslu eru birta, of hátt hitastig, miklar hitasveiflur og of þurrt loft. Það er því algjörlega rökrétt að kjöraðstæður skuli vera dimmir, svalir og rakir kjallarar.

Þar sem við lifum ekki í fullkomnum heimi er rétt að tryggja að minnsta kosti  að geymslusvæðið sé dimmt því að ljós og birta brýtur niður vín nokkuð hratt þrátt fyrir þá vörn sem felst í litnum á flöskunni, en honum er einmitt ætlað að verja vínið fyrir birtu. Þá ber að velja geymsluna með það fyrir augum að það verði aldrei of heitt eða of kalt

Það ber hins vegar að hafa hugfast að eftir því sem hitastigið er hærra þroskast vín hraðar og öfugt. Þetta er einföld efnafræði. Eftir því sem hitastig hækkar verða efnahvörf hraðari. Það sama gildir í hina áttina.

En nú til dags þarf enginn að fjárfesta í dimmum og rökum kjallara til að geyma vínin sín. Nútíma tækni gerir vínunnendum kleift að líkja eftir kjöraðstæðum með margvíslegum hætti. Það má til dæmis kæla niður herbergi með loftkælingu og síðan tryggja ákveðið rakastig með réttu tækjunum .

Vilji menn ekki leggja heilu herbergin undir vínið er hægt að kaupa sérstaka vínskápa, þeir eru ekki ólíkir ísskápum að stærð og má hæglega fella inn í eldhúsinnréttingar, þar sem hægt er að stilla hita og rakastig. Slíkir skápar eru ekkert afskaplega dýrir og rúma nógu margar flöskur fyrir flesta.

vinkaelir

Við skoðuðum á dögunum skápa frá danska fyrirtækinu Tefcold sem seldir eru hjá Kælitækni. Flestir hafa eflaust rekist reglulega á skápa frá Tefcold en nær allir bjórkælar á íslenskum veitingahúsum eru frá þessu fyrirtæki. Vínskáparnir eru til í tveimur stærðum. Annars vegar minni skápar sem að rúma 45 flöskur og hins vegar skápar sem eru á stærð við miðlungs ísskáp er rúma 166 flöskur.

Ásgrímur Helgason hjá Kælitækni segir að tæknin í skápunum byggi á eðlisfræði lofts þannig að kaldara loft safnist fyrir í neðri hluta skápsins. Þannig er hægt að halda kjörhitastigi fyrir rauðvín í efri hlutanum á meðan flöskurnar í neðstu hillunum geymist við um 6 gráðu hita, sem er kjörhitastig fyrir kampavín og freyðivín. Geymsluhitastigið er því eins og best verður á kosið en flöskurnar koma jafnframt út úr skápnum á fínu hitastigi til að bera þær fram, vínið hitnar alltaf um nokkrar gráður þegar það kemur í stofuhitann.

Þá er dekkt gler í hurðunum sem skýlir víninum frá sólarljósi og annarri birtu sem hefur slæm áhrif á vínið.

Þessir vínkælar, sem hafa reynst mjög vel á mörgum af bestu veitingahúsum landsins eru á sérstöku tilboði í desember með 15% afslætti.

Deila.