Geggjaður lambaborgari í Miðjarðarhafsstíl

Lamb, rósmarín, fennel og hvítlaukur eru algeng samsetning við Miðjarðarhafið og því er líka tilvalið að taka þessa máltíð alla leið. Bera „lambaborgarana“ fram á grilluðu pita-brauði með góðu tómatasalati og tzatziki-jógúrtsósu. Þetta er alveg geggjuð samsetning

  • 600 g lambahakk
  • 1 msk pressaður hvítlaukur (2-3 hvítlauksgeirar)
  • 2 stönglar rósmarín
  • 1 msk fennel
  • klípa chiliflögur
  • salt og pipar

Takið nálarnar af rósmarínstönglunum og saxið.. Setjið fennel í mortel og myljið. Pressið hvítlaukinn.

Blandið hakkinu saman við saxað rósmarín, mulið fennel og hvítlauk. Saltið og piprið.

Mótið í fjóra væna borgara eða sex minni.

Hitið grillið vel og grillið borgarana.

Berið þá fram með grilluðu „pita“ brauði. Hafið brauðin nokkuð stór þannig að einnig sé hægt að koma fyrir salati og avókadó tzatziki.

Hér fylgja svo uppskriftirnar að meðlætinu sem við mælum með að nota:

Grilluð „pita“ brauð. Uppskriftin er hér. 

Avókadó Tzatziki Uppskriftin er hér.

Suður-ítalskt tómatasalat. Uppskriftin er hér. Bætið við fetaosti.

 

 

 

Deila.