IMG_1915Domaine Weinbach í Alsace er um margt einstakt vínhús. Vínræktin hófst með munkum úr Capucin-reglunni á níundu öld eða um það leyti sem að Ingólfur Arnarson nam Ísland. Munkarnir stofnuðu vínhúsið Domaine Weinbach árið 1612 og það er enn til húsa í gömlu klaustursbyggingunni. Tveir bræður úr Faller-fjölskyldunni festu kaup á Weinbach árið 1898 og sonur annars þeirra, Theo, tók seinna við rekstrinum. Þegar hann lést árið 1979 hélt eiginkona hans Colette rekstrinum áfram ásamt dætrum sínum Catherine og Laurence. Catherine lést á síðasta ári, einungis 47 ára gömul og móðir hennar Colette fyrr é þessu ári, hálfníræð. Catherine er því ein eftir af þessari merku kvenþrenningu Foller-fjölskyldunnar sem rak eitt merkasta vínhús Frakklands um árabil.

Cuvée St. Catherine er magnað Pinot Gris, þrúgur með mikinn þroska eins og er einkennismerki vínhússins, þrúgurnar eru tíndar seint og þær eru farnar að taka á sig einkenni sætvína úr botrytis að einhverju leyti. Sætar melónur, hunang, þurrkaðar apríkosur og  krydd í nefi, Þykkt og mikið, langt, mjög feitur og sætur ávöxtur. Vín með t.d. foie gras.

Deila.