Lamothe-Vincent Sauvignon Blanc Intense 2015

Bordeaux kann að vera þekktast fyrir stóru rauðvínin sín en þar er líka gert ansi mikið af prýðisgóðum hvítvínum ekki síst á Entre-deux-Mers svæðinu þar sem Lamothe-Vincent er að finna. Hvítvínsþrúgur Bordeaux eru Sauvignon Blanc og Sémillon og hér er það sú fyrrnefnda sem á senuna. Þetta er ekki dæmigerður skarpur og grænn Sauvignon, „Intense“- vínið er gert samkvæmt aðferð sem Frakka kalla sur lie og er þá vínið látið liggja á gerleifunum eftir víngerjunina sem gefur því meiri karakter. Þetta er vín sem hefur ágætis fyllingu og ávöxturinn er út í flottan hitabeltisávöxt, sætar melónur, greipávöxtur og ekki síst ástaraldin, en líka grænir, kryddaðir tónar. Vínði er ágætlega ferskt og hefur þægilega og milda seltu sem lifir í munni.

80%

1.999 krónur. Frábær kaup. Magnað vín fyrir peninginn, gott matarvín.

  • 8
Deila.