Vín annarrar aðventuvikunnar

Við höldum að venju áfram að smakka vín í betri klassanum á aðventunni. Meðal vínanna sem hafa verið smökkuð upp á síðkastið eru frábær vín frá Rioja en þaðan halda áfram að koma ný og spennandi vín í búðirnar. Við höfum fjallað um nokkur slík á þessu ári og nú síðast var það Cerro Anon sem eru frábær vín úr þrúgum frá Rioja Alta og Alavesa. Tveir aðrir spennandi Spánverjar sem hafa rekið á fjörur okkar eru frá héruðum sem að við sjáum ekki á hverjum degi, Herencia Altés frá Terra Alta í Katalóníu og Ariyanas Tinto frá Bodegas Bentomiz í  Malaga. Bordeaux-vín eru líka ómissandi yfir hátíðarnar enda fátt betra með góðri villibráð en hágæða Bordeaux. Bestu kaupin í slíkum vínum eru oft „sécond“-vínin frá stóru vínhúsunum eins og Margaux-vínið Brio frá Cantenac Brown.

Alla nýjustu víndómana má svo sjá hér.

Deila.