Þetta sjarmerandi Petit-Chablis kemur frá hjónunum Isabelle og Denis Pommier sem stofnuðu lítið vínfyrirtæki í Chablis árið 1990. Þau ráða nú yfir 13 hektörum af vínekrum allt frá Petit-Chablis upp í vín í gæðaflokknum Premier Cru. Vínin þeirra hafa fengið mikið lof í gegnum árin og notið vinsælda hjá vínþjónum betri veitingahúsa víða um heim.
Pommier Petit-Chablis 2007 hefur mikinn ferskleika í nefi, angan af sítrónusafa og sítrónuberki ásamt apríkósum og „þvottapoka“, þ.e. smá brennisteinn. Lifandi og svolítið agressívt í munni með mjög sprækri sýru og sítrónuávexti, þarf mat til að tempra sig.
Reynið með laxi eða bleikju með þykkri sósu.
2.290 krónur