Hugel Pinot Gris Tradition 2005

Hugel-fjölskyldan hefur lengi verið meðal þeirra áhrifaríkustu í Alsace-héraðinu í Frakklandi líkt og lesa má um með því að smella hér. Alsace-vínin eru meðal bestu hvítvína Frakklands og stórkostleg matarvín. Pinot Gris er þrúga úr Pinot-fjölskyldunni og gengur undir ýmsum nöfnum. Á Ítalíu er hún til dæmis þekkt sem Pinot Grigio.

Hugel Pinot Gris Tradition 2005 er allstórt og margslungið vín, með grösugri og sætri angan af þurrkuðum ávöxtum, apríkósum, greip og beiskum kryddjurtum. Feitt og þykkt í munni, langt með ögn af hvítum pipar.

Reynið t.d. með feitum fiski, fiski með rjómasósum og ljósu kjöti.

2.844 krónur.

 

Deila.