Loosen skorar hátt

Bandaríska víntímaritið Wine Spectator, sem er líklega hið áhrifamesta í heiminum, tók á dögunum vín Villa Loosen 2008 til umfjöllunar, sem Íslendingum er að góðu kunnugt.

Loosen fær 90 stig sem er fantagóð einkunn, ekki síst í ljósi þess að þetta vín kostar einungis 1.450 krónur á flösku. Það er einnig til í þriggja lítra kössum og kostar þá 5.295 krónur eða sem samsvarar 1.324 krónum á flösku.

Í umsögninni segir:

Sleek and tangy, showing apricot, lime and mango flavors

matched to a lively structure. Nice harmony and persistence

through the finish. Drink now through 2018.

Þess má geta að Villa Loosen var fyrr á þessu ári tekið til umfjöllunar hér á Vínótekinu og fékk fjórar stjörnur, en þá umfjöllun má lesa hér.

Deila.