Catena lækkar verðið

Það hefur því miður ekki gefist mikið færi á að segja jákvæðar fréttir af verðlagi á víni síðustu mánuðina. Gengislækkun og skattahækkanir hafa keyrt verð flestra tegunda upp úr öllu valdi miðað við það sem við höfum átt að venjast síðastliðin ár.

Það er því frábært að fá fréttir af verðlækkun á góðum tegundum, sem er hægt þegar framleiðendur og innflytjendur ákveða í sameiningu að koma til móts við breytta stöðu á markaðnum.

Vínótekinu hefur borist sú frétt að verð á Alamos Cabernet Sauvignon., Malbec og Chardonnay lækkaði nú um mánuðarmótin úr kr. 1,898 í kr. 1,698. Einnig lækkaði verðið á Catena Malbec úr kr. 2,998 í kr. 2,498.

Það er því ástæða fyrir Nicolás Catena aðdáendur að gleðjast….

Deila.