Vín vikunnar

Það hafa líkt og venjulega bæst við nokkur ný vín í vínsafn Vínóteksins í þessari viku. Hvítvínin hafa verið fyrirmikil en við höfum tekið fjögur slík til umfjöllunar á móti þremur rauðum.

Alsace í Frakklandi er eitt besta hvítvínssvæði veraldar og ekki spillir fyrir að vínin þaðan eru yfirleitt á fínu verði miðað við gæði. Þau myndu vissulega ekki flokkast sem “ódýr” vín en í samanburði við önnur vín í sama gæðaflokki hafa þau oftar en ekki vinniniginn. Við smökkuðum að þessu sinni Willm Riesling 2008 og René Muré Cote de Rouffach Gewurztraminer 2007.

Þriðja hvítvínið kom einnig frá sígildu svæði í Frakklandi nefnilega hið ágæta Laroche Chablis 2008.

Grænu vínin frá norðurhluta Portúgal eða Vinho Verde eru skemmtileg og léttperlandi þegar vel lætur. Terra Antiga 2008 er ferskt og þægilegt hvítvín af þeim slóðum.

Fyrsta Rioja-vínið með skrúfutappa olli heldur ekki vonbrigðum. Coto Vintage 2005 er líka í hópi þeirra vína sem hlaut Gyllta glasið í ár.

Loks kíktum við á suður-franskt rauðvín, Chapoutier La Ciboise Coteaux-du-Tricastin 2007 og ítalskt rauðvín frá Toskana, Confini Chianti 2008 en hið síðastnefnda.

Lesið nánar um vínin með því að smella á nafn þess.

Myndskreytingin að þessu sinni er af vínekrum á Chianti-svæðinu í Toskana.

Deila.