Jólasveinar dreifðu Jólabjór Ölvisholts

Jólabjórnum frá Ölvisholti Brugghúsi var dreift af íslensku jólasveinum á nokkra bari og veitingahús í Reykjavík á fimmtudagskvöld. Jólasveinarnir keyrðu um bæinn á dráttarvél frá Ölvisholti og enduðu á Vínbarnum þar sem formleg sala hófst.

Jólabjórinn verður fáanlegur í gleri og í mjög takmörkuðu magni á krana. Sala á honum í vínbúðunum hefst 19. nóvember.

Jólabjórinn 2009 frá Ölvisholti er reyktur Bock bjór sem inniheldur reykt malt og er bruggaður með íslenska hangikjötið í huga.

Í tilkynningu frá Ölvisholti segir: „Jólabjór 2009 er rauður og með þétta froðu. Í nefi er reykur ráðandi en karamellu tónar frá maltinu koma jafnframt í gegn, í bakgrunninumer smá vottur af jólakryddi. Í munni blandast saman reykur og sæt karamella, kryddtónar dýpka svo bragðið ennfrekar.Jólabjór 2009 er með meðalfyllingu og miðlungsbiturleika og því tilvalinn drykkur með mat. Þetta er kraftmikill bjór og stendur sigfyllilega með bragðmikla jólamatnum.“

Deila.